Galtalækur 2 – Sumarhús

Galtalækur 2

Galtalækur 2 – Sumarhús

No reviews
  • Galtalæk 2, 851 Hellu, Iceland
  • +354 487 6528 / +354 861 6528
  • Sumarhús

Galtalækur 2 er sveitabær á Suðurlandi sem býður gistingu í smáhýsum. Þjónustan er frábærlega staðsett, er opin allt árið og býður upp á ánægjulega dvöl á sanngjörnu verði.

  • Bjóðum upp á gistingu í 5 húsum fyrir um 18-20 manns í svefnpokaplássi.
  • Svefnpokapláss í rúmum.
  • Góð kolagrillaðstaða.
  • Skjólgóð aðstaða fyrir minni ættarmót. Aðstöðuhús er í garðinum en fólk getur komið með samkomutjald ef þarf.
  • Lokað er allan veturinn.

Galtalækur 2 er mjög vel staðsettur fyrir dagsferðir til fjölda áhugaverðra staða á Suðurlandi. Hin tignarlega Hekla er í næsta nágrenni. Hægt er að aka upp að henni og ganga þaðan. Hinir vinsælu ferðamannastaðir Landmannahellir og Landmannalaugar eru einnig á sama vegi. Athugið að fjórhjóladrifinn bíl þarf til að fara þessar ferðir. En einnig er sjálfsagt að útvega akstur með leigubíl fram og til baka. Áætlunarferðir með rútu eru til þessara staða á sumrin. Gæta skal þess að fara ekki inn á lokaða vegi og slóða.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *