Gistiheimilið Lyngholt

Gistiheimilið Lyngholt

Gistiheimilið Lyngholt

No reviews
  • Langanesvegur 12, Þórshöfn, Iceland
  • 897 5064 / 468 1238
  • Gistihús

Þetta byrjaði allt í desember 1998 þegar við; Karen Rut Konráðsdóttir og Ólafur Birgir Vigfússon festum kaup á íbúðarhúsinu að Langanesvegi 12, kallað Lyngholt.
Húsið var á árum áður í eigu fjölskyldu Karenar, en foreldar móður hennar byggðu það árið 1959. Karen og Ólafur búa að Syðra-Álandi í Þistilfirði þar sem þau reka sauðfjárbú og eiga þau 3 dætur og starfa tvær þeirra við reksturinn með einum eða öðrum hætti.

Nú 20 árum síðar hefur reksturinn vafið upp á sig og þá aðallega síðustu tvö árin eða svo. Í heildina er komið gistirými fyrir 30 manns. Gistihúsin eru orðin 5 talsins og er þá nýjasta fjárfestingin talin með, íbúðarhúsið að Langanesvegi 10, kallað Bjarg. Vonir standa til að hægt verði að taka a.m.k. hluta þess í notkun 2020.

Veitingahluti rekstursins fer stækkandi en Lyngholt hefur undanfarin 9 ár eða svo séð um rekstur skólamötuneytisins fyrir bæði grunn- og leikskólana á Þórshöfn og er þar að öllu jöfnu eldað fyrir ca 80 börn og kennara í hádeginu.
Í desember sl. tók Lyngholt svo við rekstri söluskála N1 á Þórshöfn en þar er framreiddur heimilismatur í hádeginu alla virka daga og skálinn hefur tekið að sér veitingasölu á hinum ýmsu viðburðum.

Aðeins um húsin:
LYNGHOLT er á tveimur hæðum og þar eru 6 svefnherbergi, mismunandi að stærð og útliti, samtals með gistirými fyrir 12 manns. Gestir hafa aðgang að eldhúsi, stofu og þvottahúsi, þráðlaust internet og sjónvarp á öllum herbergjum. Herbergin deilda þremur snyrtingum með sturtu.
Gerðar hafa verið miklar endurbætur á húsnæðinu undanfarin ár og má segja að það sé nú orðið full uppgert.

KLETTUR var opnaður 2013, það er gistirými á annarri hæð að Eyrarvegi 2 á Þórshöfn. Þar eru 6 herbergi eða samtals rúm fyrir 10 manns, 2 snyrtingar og þvottahús, sjónvarp í setustofu og á öllum herbergjum, þráðlaust internet og góð eldunaraðstaða.

ÞÓRSHAMAR  er tveggja hæða lítið og krúttlegt hús að Fjarðarvegi 12 með gistirými fyrir allt að 6 manns, tvö tveggja manna svefnherbergi og svefnsófi í stofunni. Í húsinu er fullbúið eldhús, baðherbergi með þvottavél, garðhúsgögn og grill á veröndinni og úr sólstofunni er einstakt útsýni yfir hafnarsvæðið á Þórshöfn.

HELLIR er nýjasta og án efa glæsilegasta gistirýmið. Húsið er staðsett á milli Lyngholts og Bjargs, það er 27m2 á stærð og er tilvalið fyrir par að dvelja í. Þar er 160cm rúm,  eldhúskrókur með því helsta sem þarf til eldamennsku og rúmgóð snyrting. Til greina kemur að leigja húsið í langtímaleigu yfir vetrartímann, hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Karen Rut Konráðsdóttir Sími: 468 1238, 897 5064
E-mail: lyngholt@lyngholt.is
Við erum líka á facebook, þar eru fleiri myndir og fróðleikur.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *