Hótel Hafnarfjall er staðsett í klukkutíma akstursfæri frá Reykjavík, í 250 metra fjarlægð frá þjóðvegi 1, nálægt Borgarfirði. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og ókeypis einkabílastæði.
Herbergin á Hótel Hafnarfjalli eru einföld og klassísk, með útsýni yfir vatnið eða fjöllin í nágrenninu. Gestir geta valið á milli sameiginlegs baðherbergis eða sérbaðherbergis.
Starfsfólkið á Hótel Hafnarfjalli getur hjálpað við að skipuleggja tómstundir eins og fiskveiðar og gönguferðir. Landnámssetrið í Borgarnesi er í um 5 mínútna akstursfæri frá hótelinu. Langjökull er í um 60 mínútna akstursfæri.