Hótel Staðarborg

Hótel Staðarborg

Hótel Staðarborg

No reviews
  • Stadarborg, 765 Breiðdalsvík, Iceland
  • +354 475 6760
  • Hótel

Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Hótelið, sem er endurbyggður skóli, rúmar 54 í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Í veitingasal hótelsins er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.  Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.

Hótel Staðarborg stendur við þjóðveg nr. 1, um 7 km frá Breiðdalsvík. Frá Reykjavík eru 625 km, ef farið er um suðurströndina, og eru þá eftir 75 km til Egilsstaða og um 100 km til Seyðisfjarðar, sem gerir Hótel Staðarborg að hentugum áningarstað nóttina fyrir eða eftir siglingu með Norrænu. Einnig má ferðast að Hótel Staðarborg með hópferðabílum frá Reykjavík eða um skemmri veg frá Höfn í Hornafirði eða Egilsstöðum en þangað eru daglega flugferðir frá Reykjavík með Flugfélagi Íslands.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *