Vatnsholt Bed & Breakfast er á friðsælum stað við Villingaholtsvatn, 16 km frá miðbæ Selfoss, og skartar tilkomumiklu fjallaútsýni.
Herbergin á Vatnsholt Bed & Breakfast eru með einföldum innréttingum og annaðhvort með sérbaðherbergi eða sameiginlegri baðherbergisaðstöðu.
Veitingastaðurinn á Vatnsholti er til húsa á uppgerðum bóndabæ en þar er boðið upp á morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð í sveitalegu umhverfi. Á matseðlinum eru sérréttir úr héraðinu sem gerðir eru úr hráefni af svæðinu, þar á meðal úr vatninu á staðnum.
Starfsfólk getur aðstoðað við að skipuleggja afþreyingu á borð við reiðtúra, fiskveiðar og fótboltagolf. Á staðnum eru einnig ókeypis WiFi, barnaleikvöllur og stórt útisvæði.
Gistihúsið er staðsett við hringveginn, 70 km frá Reykjavík. Bílastæðin á staðnum eru ókeypis fyrir gesti.