Kría – Gistiheimili

Kría Guesthouse

Kría – Gistiheimili

No reviews
  • Kveldúlfsgata 27, 310 Borgarnes, Ísland
  • 8454126
  • Gistihús

Kría er gistiheimili í hjarta Borgarness, þar sem boðið er upp á þægilega gistimöguleika á góðu verði. Gistiheimilið er staðsett á litlum tanga við Borgarvog, sem jafnan er nefndur Dílatangi. Útsýnið frá gistiheimilinu er einstakt – tignarlegt Hafnarfjallið á aðra hönd og útsýni yfir Mýrarnar, Snæfellsnesið og Snæfellsjökul. Fuglalíf er fjölskrúðugt á leirunum fyrir neðan húsið, og möguleikarnir á fuglaskoðun því einstakir.

Þó gistiheimilið sé staðsett á afviknum stað, í enda rólegrar botnlangagötu, er stutt í alla þá þjónustu sem Borgarnes hefur upp á að bjóða. Í aðeins um 500 m fjarlægð er lítill verslunarkjarni þar sem finna má matvöruverslun, apótek og ýmsar sérverslanir. Örlítið lengra í burtu, eða við Borgarfjarðarbrúna, má finna bakarí, kaffihús og aðrar verslanir. Í aðeins 10 mínútna göngufæri er glæsileg útisundlaug Borgnesinga, Skallagrímsgarður, Borgarneskirkja, Landnámssetrið, Edduveröld og Safnahús Borgarfjarðar.

Eins og allir vita, er Borgarnes í alfaraleið, og staðsetning bæjarins mikilvæg þegar ferðast er um Ísland. Kría er því frábær áningarstaður fyrir ferðalanga á leið í kring um landið. Kría er einnig fullkominn viðkomustaður fyrir þá sem vilja skoða sig um á Vesturlandi og í Borgarfirði. Borgarfjörðurinn býður upp á fjölmargar menningar- og náttúruperlur, og hefur ferðamannastraumur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Við bjóðum upp á þægilegt gistirými í friðsælu umhverfi, þar sem fólk getur komið og notið lífsins í einstakri náttúrufegurð. Hvort sem þú ert á leið í kring um landið, vilt skoða þig um á Vesturlandi, eða einfaldlega eyða nokkrum dögum í Borgarnesi og sjá hvað bærinn hefur upp á að bjóða, þá er Kría fullkominn staður fyrir þig. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *