Mjóeyri – Ferðaþjónusta

Mjóeyri Accommodation

Mjóeyri – Ferðaþjónusta

No reviews
  • Strandgötu 120, 735 Eskifjörður, Iceland
  • +354 477 1247 / +354 696 0809
  • Gistihús

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur. Við bjóðum upp á gistingu í notalegu gistiheimili og fallegum sumarhúsum sem öll eru með frábæru útsýni út yfir fjörðinn. Við leggjum okkur fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Við rekum einnig veitingarstaðinn Randulffs-sjóhús sem er í einstöku og sögulegu húsi. Þar leggjum við mikla áherslu á að bjóða upp á ferskan mat úr firðinum s.s fisk og hreindýr og einnig hákarl, harðfisk og síld sem allt er framleitt á svæðinu. Veitingarstaðurinn er opinn alla daga í Júní, Júlí og Ágúst.

Heitur pottur og baðhús

Á Mjóeyri er einnig baðhús. Aðgangur að Baðhúsinu er enginn fyrir þá sem gista á Mjóeyri. Potturinn er í bát. Sauna, sturtur og klósett eru þar einnig. Í baðhúsinu er einnig þvottaaðstaða fyrir gesti. Ef þú ert ekki gestur á Mjóeyri en vilt fá aðgang að aðstöðunni, vinsamlegast hafðu samband við okkur.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *