Jörðin Nes í Reykholtsdal er nýbýli stofnað árið 1937. Bærinn er í miðjum dal, 2,5 km frá Reykholti, milli Reykjadalsár og þjóðvegar 518, með útsýni til Eiríksjökuls, Langjökuls og Oks í austri.
Þrjár kynslóðir hafa búið á bænum, fyrst með blandaðan búskap en síðar eingöngu mjólkurframleiðslu til ársins 2006. Ræktunarland er gott, tún eru heyjuð og heyið selt.
Gistiþjónusta hefur verið rekin í bæjarhúsunum frá 2009.
9 holu golfvöllur, Reykholtsdalsvöllur, var gerður á hluta jarðarinnar og tekinn í notkun 2008 ásamt veitingahúsi í golfskála fyrir allt að 60 manns í sæti. Golfklúbburinn Skrifla á þar heimili.
Gönguleiðir eru víða í nágrenninu m.a. meðfram ánni að hvernum Velli. Fuglalíf er nokkurt, einkum við ána.