Sumarhúsin að Núpum eru falleg hús. Staðsetning þeirra er alger draumur fyrir alla sem vilja vera útaf fyrir sig en samt þægilega nálægt allri þjónustu.
Góðar gönguleiðir eru í nágrenni Núpa.
Hestaleiga er í næsta nágrenni og aðeins 3 km. til Hveragerðis, þar sem hægt er að sækja alla þjónustu.
Núpar eru um 45 km frá Reykjavík eða um 37 mín. akstur.
Upplýsingar um afhendingu lykla eru sendar, þegar bókun er staðfest.