Þetta fjölskyldurekna gisthús á Siglufirði er staðsett 100 metra frá Aðalgötu og 17 km frá miðbæ Ólafsfjarðar. Það býður upp á fallegt útsýni og herbergi með ókeypis Wi-Fi-Interneti.
Einfaldlega innréttuð herbergin á Siglunes Guesthouse eru annaðhvort með sér- eða sameiginlegu baðherbergi. Öll eru sérinnréttuð og eru annað hvort með viðargólfi eða upphituðu steingólfi.
Gestir geta notið morgunverðarhlaðborðs á hverjum morgni á sumrin og Siglunes býður einnig upp á sameiginlega setustofu og bar á sumrin.
Aðalgata, höfnin og ýmsar verslanir og veitingastaðir eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Síldarsafnið, innisundlaug og líkamsræktaraðstaða eru í 650 metra fjarlægð.