Í ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum, Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum.
Hægt er að leigja stök herbergi í Þurranesi 1 eða allt húsið. Hentar vel fyrir hópa.
Hægt er að leigja sumarhúsin í stakar nætur eða heilar vikur.
ÞURRANES 1
Gamla húsinu hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi.
Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi.
Á efri hæð þess er rúmgott svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á svefnpokapláss eða uppbúin rúm fyrir 20 manns.
Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur.
ÞRJÚ SUMARHÚS
Sumarhúsin eru 43 m2.
Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns.
Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp.
Heitur pottur er við öll húsin.