Vogar Ferðaþjónusta er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem þú getur séð eigendurna búa til pizzu, þrífa herbergin, byggja eða leggja nýjan veg. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 og búa eigendur yfir margra ára þekkingu í gestrisni og ferðaþjónustu. Í dag eru herbergin orðin 28, með 78 rúmum í heildina, ásamt eigin pizza stað og tjaldstæði.
Vogar Ferðaþjónusta er staðsett inni á milli hraunsins í fallegri og einstakri náttúru í Vogum, Mývatnssveit. Hægt er að sjá hraun, mosa og villtar plöntur út um gluggann og Mývatn er í allri sinni dýrð aðeins nokkrum hundruð metrum frá ferðaþjónustunni.
Vogar Ferðaþjónusta býður uppá herbergi með sér baðherbergi – bed & breakfast, og/eða með sameiginlegu baðherbergi – svefnpoka/rúmföt. Gestir fá frítt Wi-Fi.
Í boði er rúmgott tjaldstæði fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla, sem tengja má rafmagni. Aðgangur er að góðu og rúmgóðu eldunartjaldi.
Þú getur fundið Voga Ferðaþjónustu við veg 848, í aðeins 3 mínútuna fjarðlægð frá hringveginum og þorpinu Reykjahlíð.