Vogar Ferðaþjónusta býður uppá „self check in“ herbergi með sérbaðherbergi og/eða með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergi eru búin rúmfötum og handklæðum. Herbergin með sameiginlegu baðherbergi hafa handþvottalaug í herbergi og aðgang að fullbúnu eldhúsi og borðstofu. Herbergin með sér baðherbergi eru búin litlum kæliskáp, hitakönnu og kaffi/te. Frítt Wi-Fi er í öllum herbergjum og aðgangur að bílahleðslu er á staðnum.
Í boði er rúmgott „self check in“ tjaldstæði fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla, sem tengja má rafmagni. Sólarhrings aðgangur er að aðstöðuhúsi þar sem má finna eldunaraðstöðu, borðsal, sturtur og salerni. Tjaldstæðið og aðstaðan eru opin alla daga ársins. Greitt er í gegnum QR kóða þegar komið er á staðinn.