Sólheimar – Guesthouse

Sólheimar

Sólheimar – Guesthouse

No reviews
  • Sólheimar, 801 Selfoss, Iceland
  • +354 855 6008
  • Guesthouse

Gisti- og heilsuheimili Sólheima er opið árið um kring. Í boði er gisting í tveimur húsum Brekkukoti og Veghúsum, samtals 33 rúm. Allir gestir hafa aðgang að útisundlaug og heitum potti.

Í Brekkukoti eru 3 tveggja manna herbergi og 7 eins manns herbergi með sameiginlegum snyrtingum, en að auki er þar íbúð með 3 rúmum, svefnsófa í stofu fyrir 2, baðherbergi og eldhúskrók. Rúmgóð eldunaraðstaða er í húsinu, vistleg sjónvarpsstofa og falleg sólstofa.

Í Veghúsum eru 6 tveggja manna herbergi með sér snyrtingu og 2 íbúðir. Góð eldunaraðstaða er í húsinu auk fallegrar og rúmgóðar stofu með stórum sólpalli og fögru útsýni.

Gestir geta sjálfir séð um matseld að hluta eða að öllu leyti, en í boði er morgunverður, hádegisverður, kaffi og kvöldverður fyrir hópa ef óskað er. Með hvoru húsi fylgir gasgrill, dvd-spilari, geislaspilari, hárblásari og barnarúm.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Rate this by clicking on a star below: *