Um gistingu.is

Verðskrá og upplýsingar um skráningar á gisting.is og accommodation.is

Hægt er að velja um fjórar mismunandi skráningarleiðir.

1. Full skráning í 2 ár – Spariskráning. Innifalið: Skráning á korti og lista, kynning á gistingunni og auglýsing á forsíðu 10 daga á ári. Árgjald kr. 20.000 + vsk.

2. Full skráning í 1 ár. Innifalið: Skráning á korti og lista. Árgjald kr. 25.000 + vsk.

3. Skráning aðeins á kortið. Árgjald kr. 15.000 + vsk.

4. Skráning aðeins á lista. Árgjald kr. 10.000 + vsk.

Í ofangreindu verði er einnig innifalin öll vinna við breytingar sem kann að þurfa að gera á skráningunni á skráningartímabilinu.

Engin önnur gjöld, en að ofan greinir, eru tekin (ss bókunargjöld og/eða aðrar þóknanir).

Pantaðu skráningu eða fáðu nánari upplýsingar með tölvupóst á gisting@gisting.is eða hringdu í síma 699 2400.

 

 

Saga vefsíðanna.

Upprunalega vefsíðan, sem þá hét aning.is fór í loftið 1996. Vefsíðan er því ein meðal elstu íslenskra vefsíða. 30. júlí 1999 var nafninu breytt í gisting.is og lénið gisting.is keypt ásamt léninu accommodation.is Vefsíðan, sem nú hefur verið í loftinu í 17 ár, hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma í takt við tæknibreytingar sem orðið hafa í netmiðlum. Stærstu breytingarnar urðu 2007 og síðan í febrúar 2011, en þá var tekin í notkun nýr og fullkominn kortagrunnur með lifandi korti af Íslandi ásamt ýmsum nýjungum s.s. GPS hnit, mælistiku o. fl. Í júlí 2012 fór í loftið enn ný útgáfa af vefsíðunum sem gera þær enn fljótvirkari og auðveldari í notkunn fyrir notendur auk þess að meiri upplýsingar koma fram um gistingarnar. Síðasta breyting var gerð í september 2013 með nýjum og fullkomnari kortagrunni. Þá var bætt við ýmsum nýjum upplýsingum fyrir ferðafólk s. s. um sundlaugar, söfn, tjaldsvæði, afþreyingu og fleira er í undirbúningi sem vonandi mun sjá dagsins ljós.

Vefsíðan er í eigu Gistivefa ehf. Suðurtúni 31, 225 Álftanes